Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 17:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira