Sport

Reykjavík CrossFit Championship í úrvalshóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir keyrir upp stemmninguna á mótinu í fyrra.
Anníe Mist Þórisdóttir keyrir upp stemmninguna á mótinu í fyrra. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship

Reykjavík CrossFit Championship mótið í apríl næstkomandi komst inn í úrvalshóp þeirra móta sem bjóða upp á sæti á heimsleikunum næsta haust.

CrossFit netmiðilinn Morning Chalk Up hefur tilkynnt að bæði mótið í Reykjavík og mót í Hollandi fái þennan „premier events“ stimpil en það þýðir mun meiri athygli á þessum tveimur mótum.

Anníe Mist Þórisdóttur og félögum í Reykjavík CrossFit hefur því heldur betur tekist að koma þessu vonandi árlega alþjóðlega stórmóti í CrossFit upp á kortið með stærstu CrossFit mótum heims.







Alls eru tíu CrossFit mót sem eru í þessum úrvalshóp en alls eru 28 CrossFit mót sem hefa sæti á heimsleikunum tímabilið 2019-20.

Reykjavik CrossFit Championship fer fram frá 3. til 5. apríl næstkomandi en CrossFit Lowlands Throwdown fer fram 29. til 31. maí. Mótið í Reykjavík verður það fimmtánda í röðinni og þar geta einn karla, ein kona og eitt lið tryggt sér sæti á heimsleikunum.

„Við erum mjög spennt að bjóða CrossFit ádáendum upp á aðgengi og umfjöllum frá hliðarlínunni í Reykjavík og í Hollandi,“ sagði Justin LoFranco, stofnandi og forstjóri Morning Chalk Up.

Morning Chalk Up mun mæta með upptökuvélar sínar til Reykjavíkur og auka alla upplýsingagjöf um mótið í formi stigatölfræði, frétta og viðtala.

Það má líka búast við því að beinar útsendingar verði frá mótinu í gegnum miðla Morning Chalk Up. Mótið í fyrra heppnaðist það vel að það hefur kallað á mun meiri athygli í þetta skiptiðþ

Þetta er mjög mikil auglýsing fyrir mótið í Reykjavík sem fer nú fram í annað skiptið í þessari mynd. Þetta þýðir um leið að CrossFit heimurinn verður með augun á Íslandi í byrjun apríl og því mikilvægt að skipulagið gangi vel og að boðið verði upp á skemmtilega keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×