Liverpool mætir nýliðum Leeds í fyrsta leik í titilvörninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 08:10 Liverpool vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár á síðustu leiktíð. Leiðtogarnir Jordan Henderson og Virgil van Dijk fagna hér titlinum með félögum sínum í Liverpool liðinu. EPA-EFE/Phil Noble Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Körfubolti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Fótbolti Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Gummi Ben og Kjartan Henry hita upp í Murcia Hamilton dæmdur úr leik í Kína Máluðu Smárann rauðan Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Græn gleði í Smáranum Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Piastri vann Kínakappaksturinn Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Gunnar tapaði á stigum Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ Marta hetja Eyjakvenna Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Héldu hreinu gegn toppliðinu Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Körfubolti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Fótbolti Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Gummi Ben og Kjartan Henry hita upp í Murcia Hamilton dæmdur úr leik í Kína Máluðu Smárann rauðan Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Græn gleði í Smáranum Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Piastri vann Kínakappaksturinn Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Gunnar tapaði á stigum Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ Marta hetja Eyjakvenna Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Héldu hreinu gegn toppliðinu Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Sjá meira