„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2020 19:30 Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima. Við hittum Söndru Lárusdóttur fyrir neðan svalirnar hjá henni þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum enda brýnt að virða tilmæli sóttvarnarlæknis varðandi fólk sem er í sóttkví. Hún hefur verið í sóttkví frá því á sunnudaginn þegar hún kom frá Norður-Ítalíu. Aðspurð um hvernig þau hefðu það sagði Sandra: „Við erum bæði frísk og höfum haft það svona frekar gott. Ég átti þó svolítið erfiðan dag í gær þar sem ég hef ekkert hitt börnin mín og mun ekki gera fyrr en eftir níu daga í viðbót,“ segir Sandra. Hún segir að þetta ástand hafi vakið sig til umhugsunar um margt. „Maður vaknar til lífsins og mér finnst ég kunna að meta meira það sem við eigum og öll gæðin sem við lifum við. Ég er þakklát fyrir hvernig íslenska heilbrigðisteymið tekur á þessu og vona bara að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum, það er svo mikið í húfi. Það eru líka neikvæðari tilfinningar sem koma upp og stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik eða eitthvað,“ segir Sandra og hlær. Sandra er sjálfstætt starfandi en segist vera með gott teymi sem hafi tekið við meðan hún er í sóttkví. Hún þarf einnig að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar en telur að það verði bið á því að fara út á næstunni. „Ég ætti að vera mikið erlendis að vinna á næstunni en ég sé ekki fram á að geta það, ég get ekki verið endalaust heima í sóttkví eftir slíkar ferðir, það væri mjög slæmt. En ég reyni bara að vera bjartsýn á að þetta gangi hratt yfir,“ segir Sandra. Fólk sýni nærgætni Hún er undrandi yfir viðbrögðum sumra við því að fólk sé í sóttkví. „Mörgum finnst þetta svolítið fyndið og gera grín af því að fólk sé í sóttkví. Það er svolítið þreytt og leiðinlegt því ég er að gera það sem ég á að gera. Það skortir stundum nærgætni. En auðvitað eru líka margir sem eru skilningsríkir og vilja allt fyrir mann gera,“ segir Sandra. Sandra segist reyna að nýta tímann vel. „Ég hef reynt að vinna í tölvunni, við förum út með hundanna og höldum okkur í fjarlægð frá öðrum, við horfum á þætti og maðurinn minn eldra oftar fyrir mig en áður. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt og meira að segja taka niður allt jólaskrautið sem ég hafði ekki tíma til að gera áður,“ segir Sandra. Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs og mannauðsráðgjafi hjá OR. Fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað meira heimavið Nokkur hundruð manns eru nú í sóttkví og hefur sóttvarnalæknir gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að vera heima hjá sér. Víða er því fólk frá í fyrirtækjum. Til að mynda fengist upplýsingar um það frá Landspítalanum, Landsbanka, Arion banka,Íslandsbanka, Marel, fáeinum grunnskólum og T.ark arkitektastofu. Mannauðsfólk í fyrirtækjum hjá Mannauði hefur borið saman bækur sínar síðustu daga til að tefja útbreiðslu. Formaður þeirra er Ásdís Eir Símonardóttir og mannauðsráðgjafi hjá OR. „Við erum að velta fyrir okkur hvað vinnustaðir geta gert til að forðast smit. Þá hvernig best er að miðla skilaboðum til starfsfólks án þess að valda óþarfa ótta. Ég tel að mannauðssvið þurfi að huga að því að vera með reglulegar upplýsingar til starfsfólks um stöðuna. Upplýsingamiðlunin sé yfirveguð og heiðarleg. ,“ segir Ásdís. Hún segir fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað heimavið. „Mörg fyrirtæki eru byrjuð að undirbúa meiri sveigjanleika svo fólk geti unnið meira heima hjá sér. Þetta er komið vel á veg í mörgum fyrirtækjum,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima. Við hittum Söndru Lárusdóttur fyrir neðan svalirnar hjá henni þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum enda brýnt að virða tilmæli sóttvarnarlæknis varðandi fólk sem er í sóttkví. Hún hefur verið í sóttkví frá því á sunnudaginn þegar hún kom frá Norður-Ítalíu. Aðspurð um hvernig þau hefðu það sagði Sandra: „Við erum bæði frísk og höfum haft það svona frekar gott. Ég átti þó svolítið erfiðan dag í gær þar sem ég hef ekkert hitt börnin mín og mun ekki gera fyrr en eftir níu daga í viðbót,“ segir Sandra. Hún segir að þetta ástand hafi vakið sig til umhugsunar um margt. „Maður vaknar til lífsins og mér finnst ég kunna að meta meira það sem við eigum og öll gæðin sem við lifum við. Ég er þakklát fyrir hvernig íslenska heilbrigðisteymið tekur á þessu og vona bara að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum, það er svo mikið í húfi. Það eru líka neikvæðari tilfinningar sem koma upp og stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik eða eitthvað,“ segir Sandra og hlær. Sandra er sjálfstætt starfandi en segist vera með gott teymi sem hafi tekið við meðan hún er í sóttkví. Hún þarf einnig að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar en telur að það verði bið á því að fara út á næstunni. „Ég ætti að vera mikið erlendis að vinna á næstunni en ég sé ekki fram á að geta það, ég get ekki verið endalaust heima í sóttkví eftir slíkar ferðir, það væri mjög slæmt. En ég reyni bara að vera bjartsýn á að þetta gangi hratt yfir,“ segir Sandra. Fólk sýni nærgætni Hún er undrandi yfir viðbrögðum sumra við því að fólk sé í sóttkví. „Mörgum finnst þetta svolítið fyndið og gera grín af því að fólk sé í sóttkví. Það er svolítið þreytt og leiðinlegt því ég er að gera það sem ég á að gera. Það skortir stundum nærgætni. En auðvitað eru líka margir sem eru skilningsríkir og vilja allt fyrir mann gera,“ segir Sandra. Sandra segist reyna að nýta tímann vel. „Ég hef reynt að vinna í tölvunni, við förum út með hundanna og höldum okkur í fjarlægð frá öðrum, við horfum á þætti og maðurinn minn eldra oftar fyrir mig en áður. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt og meira að segja taka niður allt jólaskrautið sem ég hafði ekki tíma til að gera áður,“ segir Sandra. Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs og mannauðsráðgjafi hjá OR. Fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað meira heimavið Nokkur hundruð manns eru nú í sóttkví og hefur sóttvarnalæknir gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að vera heima hjá sér. Víða er því fólk frá í fyrirtækjum. Til að mynda fengist upplýsingar um það frá Landspítalanum, Landsbanka, Arion banka,Íslandsbanka, Marel, fáeinum grunnskólum og T.ark arkitektastofu. Mannauðsfólk í fyrirtækjum hjá Mannauði hefur borið saman bækur sínar síðustu daga til að tefja útbreiðslu. Formaður þeirra er Ásdís Eir Símonardóttir og mannauðsráðgjafi hjá OR. „Við erum að velta fyrir okkur hvað vinnustaðir geta gert til að forðast smit. Þá hvernig best er að miðla skilaboðum til starfsfólks án þess að valda óþarfa ótta. Ég tel að mannauðssvið þurfi að huga að því að vera með reglulegar upplýsingar til starfsfólks um stöðuna. Upplýsingamiðlunin sé yfirveguð og heiðarleg. ,“ segir Ásdís. Hún segir fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað heimavið. „Mörg fyrirtæki eru byrjuð að undirbúa meiri sveigjanleika svo fólk geti unnið meira heima hjá sér. Þetta er komið vel á veg í mörgum fyrirtækjum,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira