Innlent

Gul viðvörun fyrir Austurland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á svæðinu er varað við norðaustan hríð þar sem vindur verður fjórtán til átján metrar á sekúndu.
Á svæðinu er varað við norðaustan hríð þar sem vindur verður fjórtán til átján metrar á sekúndu. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi og á Austfjörðum og varir ástandið fram til klukkan tvö í dag. Á svæðinu er varað við norðaustan hríð þar sem vindur verður fjórtán til átján metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma fylgir en síðar slydda eða snjókoma nærri sjávarmáli.

Varað er við erfiðum akstursskilyrðum og svo gæti farið að einhverjir vegir upp til fjalla verði ófærir. Annars staðar á landinu verður austan strekkingur eða allhvass vindur með norðurströndinni og á Vestfjörðum framan af degi og hægari vindur í öðrum landshlutum, víða 5-10 m/s.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðlæg átt 3-8 m/s og él á sunnanverðu landinu, en bjartviðri norðanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:

Gengur í norðan 8-13 með snjókomu á Vestfjörðum, og síðar einnig á Norðurlandi. Hægari vindur og yfirleitt bjart sunnantil á landinu og á Austfjörðum. Frost 1 til 8 stig.

Á föstudag:

Norðan 5-13 og dálítil él norðanlands, en léttskýjað um landið sunnanvert. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag:

Austlæg átt, 8-15 m/s en hvassara syðst. Skýjað norðantil en él með suðurströndinni. Frost 0 til 6 stig.

Á sunnudag:

Norðanátt með éljum fyrir norðan- og austan, en bjart sunnan heiða. Áfram frost um allt land.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og él víða um land. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×