Vandræði Víkinga halda áfram | Fyrirliðinn sendur í ótímabundið leyfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 10:30 Emir Dokara er enn leikmaður Víkinga en hann er þó kominn í ótímabundið leyfi. Vísir/Daníel Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira