Lakers vann naumlega | Thunder hélt einvíginu á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 09:30 LeBron sá til þess að Lakers landaði sigri í nótt. Ashley Landis/Getty Images Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira