Lakers vann naumlega | Thunder hélt einvíginu á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 09:30 LeBron sá til þess að Lakers landaði sigri í nótt. Ashley Landis/Getty Images Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira