Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17