Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17