Breiðholt - hverfisskipulag í þágu íbúa Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun