Hver þarf að samþykkja Snata? Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Gæludýr Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar