Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa gert sex hundruð þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Láru sem stefnir hraðbyr að ströndum Texas og Louisiana. Búist er við sterkum vindi og miklum flóðum. Í Louisiana spá veðurfræðingar að sjávarstaða geti hækkað um allt að fjóra metra. Heilu samfélögin geti ferið á kaf.
Ofan á sjávarflóð er búist við allt að 38 sentímetra rigningu í Louisiana.
Lára hefur þegar valdið miklu tjóni á Hispaniola þar sem 23 dóu. Tuttugu í Haítí og þrír í Dóminíska lýðveldinu.
Búist er við því að Lára safni styrk áður en hún nær landi og að vindhraði fellibylsins fari úr 40 m/s í 54 á næsta sólarhring, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Widespread flash flooding along small streams, urban areas, and roadways is expected this afternoon into Thursday from far eastern Texas, across Louisiana and Arkansas. For more information see @NWSWPC and your local @NWS office. pic.twitter.com/coapuqjVEW
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) August 26, 2020
John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, segir útlit fyrir að Lára verði eins og Ríta var fyrir fimmtán árum síðan. Sá fellibylur olli gífurlegum skemmdum í ríkinu.
„Það verða mikil flóð á stöðum sem eru ekki vanir þeim,“ sagði Edwards.
Mögulegt er að fleirum gert að flýja.
Edwards sagðist óttast að fólk flúði ekki á tíma og ítrekaði að íbúar þyrftu að vera komnir þangað sem þeir ætla að vera fyrir hádegi í dag, að staðartíma. Louisiana mun byrja að finna fyrir Láru í kvöld.
Embættismenn hafa hvatt fólk til að gista á hótelum eða hjá ættingjum og hafa sóttvarnir í huga.