Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Nneka Ogwumike, formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar, ræðir við leikmenn Atlanta Dream, Washington Mystics, Minnesota Lynx, og Los Angeles Sparks sem ákváðu allir að spila ekki leikina í gær í mótmælaskyni. Getty/ Julio Aguilar Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað. NBA Bandaríkin Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað.
NBA Bandaríkin Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira