Michael Jordan mögulega bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 07:30 Michael Jordan er eigandi Charlotte Hornets og eini svarti maðurinn sem á meirihluta í félagi í NBA-deildinni. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum