Murray skoraði 50 stig þegar Denver tryggði sér oddaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni. getty/Kevin C. Cox Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum