Þvertók fyrir að vera grófur en var svo hent úr húsi fyrir ljótt brot á Luka Doncic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Marcus Morris brýtur á Luka Doncic í leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks í gær. Hann var rekinn af velli fyrir brotið. getty/Kevin C. Cox Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira