Ánægður þegar ég lít á það sem ég hefði misst af með Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 15:00 Lars Lagerbäck stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni, þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“ EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30