Eiginkonan hjálpaði henni að slá WNBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:00 Courtney Vandersloot er öflugur leikstjórnandi og spilar með Chicago Sky í WNBA-deildinni í körfubolta. Getty/Julio Aguilar Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira