Bandaríkjastjórn felli niður refsiaðgerðir gegn Alþjóðasakamáladómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 22:39 Fatou Bensouda, saksóknari hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag, er annar starfsmanna hans sem Bandaríkjastjórn beitir nú refsiaðgerðum. Vísir/EPA Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“. Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“.
Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira