Úrsögn úr stéttarfélagi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 4. september 2020 14:00 Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun