Fjarheilbrigðisþjónustan Helgi Týr Tumason skrifar 5. september 2020 08:00 Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Seyðisfjörður Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun