Körfubolti

Midd­let­on hélt Bucks á lífi og magnaður tölur LeBron

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var í stuði í nótt.
LeBron var í stuði í nótt. vísir/getty

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Milwaukee vann Miami eftir framlengingu og Lakers jafnaði metin gegn Houston.

Það var jafnt á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma í lek Milwaukee og Miami. Þá stóðu leikar 107-107 og því þurfti að framlengja í búbblunni í Flórída.

Þar reyndust Milwaukee menn sterkari, með Khris Middleton í aðalhlutverki, og héldu þeir sér því á lífi í undanúrslitaeinvíginu í austrdeildinni en Miami leiddi 3-0 fyrir leik næturinnar.

Khris Middleton gerði 36 stig fyrir Bucks, þar á meðal níu af ellefu stigunum í framlengingunni, en einnig gaf hann átta stoðsendingar.

LeBron James gerði 28 stig, tók ellefu fráköst, gaf níu stoðsendingar, stal fjórum boltum og blokkaði tvö skot í sigri Lakers á Houston í nótt.

LeBron var algjörlega magnaður í átta stiga sigrinum á Houston, 117-109, en nú hafa Lakers menn jafnað metin í undanúrslitum vesturdeildarinnar.

Anthony Davis var þó stigahæstur í liði Lakers með 34 stig en James Harden var stigahæstur Houston með 27 stig og sjö stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×