Skoska leiðin tekur flugið Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 11. september 2020 11:30 Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar