Denver Nuggets neitar að „deyja“ og er komið aftur í hreinan úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 07:30 Nikola Jokic og Jamal Murray fagna í endurkomusigrinum hjá Denver Nuggets í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020 NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira