Pau Gasol skírði dóttur sína eftir dóttur Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:30 Kobe Bryant og Pau Gasol urðu NBA-meistarar saman 2009 og 2010. Getty/Kevork Djansezian Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT NBA Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT
NBA Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira