Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:22 Zhenhua er talið nota gervigreind til að grafa eftir persónuupplýsingum á netinu. Vísir/Getty Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim. Kína Ástralía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim.
Kína Ástralía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira