Breiðum birkið út! Pétur Halldórsson skrifar 15. september 2020 16:00 Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Pétur Halldórsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar