Körfubolti

Þriðja sinn sem lið Doc Rivers klúðrar 3-1 forystu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Rivers horfði upp á sína menn klúðra niður forystu í þremur leikjum í röð og þar með tapa einvíginu á móti Denver Nuggets 4-3.
Doc Rivers horfði upp á sína menn klúðra niður forystu í þremur leikjum í röð og þar með tapa einvíginu á móti Denver Nuggets 4-3. AP/Mark J. Terrill

Los Angeles Clipppers er úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap í nótt í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Þetta átti að vera ár Los Angeles Clippers liðsins eftir að liðið krækti í tvær stórstjörnur sumarið 2019. Clippers fékk þá til sín Kawhi Leonard og Paul George og menn sáu liðið vera loksins að komast út úr skugga nágranna sinna í Los Angeles Lakers.

Los Angeles Clippers var eitt sigurstranglegasta liðið í þessari úrslitakeppni og var líka langleiðina búið að slá Denver Nuggets út.

Clippers komst í 3-1 í einvíginu og missti síðan niður 16, 19 og 12 stiga forystu í síðustu þremur leikjum. Denver kom til baka í þeim öllum og sló að lokum Clippers út í gær.

Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, tókst ekki að koma félaginu í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn. Þar hefði liðið mætt Lakers í miklum Los Angeles slag.

Vandmálið fyrir Doc Rivers er þetta var enn einn „svarti bletturinn“ á hans þjálfaraferli. Þetta var nefnilega í þriðja sinn sem hans lið klúðrar 3-1 forystu í úrslitakeppni. Enginn annar þjálfari í sögu NBA hefur gert það.

Lið Doc Rivers missti líka niður 3-1 forystu í úrslitakeppnunum 2003 og 2015. Árið 2003 tapaði Orlando Magic 4-3 á móti Detroit Pistons og árið 2015 tapaði Los Angeles Clippers 4-3 á móti Houston Rockets.

Liðin hans Rivers hafa einnig þrisvar sinnum missti niður 3-2 forystu í öðrum einvígum en voru nefnd hér á undan.

Sex NBA-tímabil hjá þjálfaranum Doc Rivers hafa því endað þar sem hann fékk tvo eða þrjú tækifæri til vinna eina leikinn sem vantaði upp á.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×