Giftist manninum sem hún hjálpaði úr fangelsi og fórnaði körfuboltanum fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 11:00 Maya Moore gerði frábæra hluti með liði Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Getty/Jerry Holt/ Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst. NBA Bandaríkin Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst.
NBA Bandaríkin Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira