Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 12:03 Við Grænlandsstrendur. Metkuldinn mældist hátt á Grænlandsjökli í desember árið 1991. AP/Brennan Linsley Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs. Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs.
Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira