Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. september 2020 21:30 Úr leik kvöldsins. vísir/vilhelm Haukar tóku á móti Skallagrím í kvöld í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn var ekki sérstaklega fallegur en Skallagrímur gat kreist út sigur á lokametrunum, 51-54. Skallagrímur hafði nýlokið við að vinna Meistarakeppni kvenna gegn Valskonum seinasta sunnudag og hafði því spilað einn „alvöru“ leik fyrir þennan fyrsta deildarleik liðanna á keppnistímabilinu. Haukar höfðu aftur á móti fengið lengra undirbúningstímabil og því virtist liðsspil þeirra betra í leiknum þó að margar sóknir hafi mátt fara betur. Hvorugt liðanna sýndi sína bestu hlið í leiknum, enda var skotnýtingin arfaslök í fyrri hálfleik hjá þeim báðum. Elja Haukastelpna sýndi sig í fleiri sóknarfráköstum og góðri vörn þó að sóknin var ekki að skila sér sem skyldi. Hæfileikar og reynsla atvinnumanna Skallagríms sýndu sig á köflum í leiknum þó að enginn leikmaður hafi skinið eitthvað sérstaklega skært. Það var þessi eðlilegi haustbragur á báðum liðum eins og við mátti búast eftir langt hlé og erfiða tíma eftir að tímabilinu seinasta var slaufað með jafn skjótum og afgerandi hætti í ljósi heimsfaraldursins. Skallagrímur var rétt svo nægilega gott í kvöld til að vinna Hauka sem að vantaði tvo mikilvæga leikmenn í liðið í kvöld, þær Lovísu Björtu Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Embla Kristínardóttir lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Skallagrím í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímur hitti aðeins betur en Haukar í leiknum og sluppu með skrekkinn. Þær voru góðar að verja teiginn og Haukar sættu sig við mjög mikið af skotum fyrir utan vegna þess. Stærð gulklæddu gestanna hjálpaði líka í sókninni og heimastúlkur áttu oft á tíðum í miklu basli með að hemja framherja Skallagríms. Gestirnir úr Borgarnesi fengu mikið af vítaskotum sem dugði til að þær ynnu að lokum með naumum mun. Bestu leikmenn vallarins Sanja Orazovic var góð fyrir Skallagrím í kvöld með 21 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Hún var sú eina í sínu liði sem hitti úr meira en helmingi skota sinna og setti oftar en einu sinni mikilvægan þrist eða gott stökkskot til að halda forystunni fyrir Skallagrím. Hjá Haukum var nýr erlendur leikmaður þeirra, Alyesha Lovett, mjög góð þrátt fyrir að vera svo gott sem nýlent og komin úr sóttkví samkvæmt þjálfara Hauka. Alyesha skoraði 21 stig í leiknum og tók 15 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli Haukar tóku 25 fleiri skot utan af velli í leiknum en gátu samt ekki tryggt sér sigur. Þær skutu mögulega óhóflega mikið af þriggja stiga skotum í leiknum, en liðið afrekaði það að skjóta fleiri þrista í leiknum en tveggja stiga skot. Þær hittu þó ekki nema 15% fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er agalega slakt. Skallagrímur nýtti aðeins 31% skota sinna utan af velli, sem er mjög lélegt. Þær hittu samt betur en Haukar sem hittu aðeins úr 25% skota sinna. Hvað gekk illa? Skotnýtingin var, eins og áður kom fram, hörmuleg en bæði lið virtust líka vera dálítið ryðguð. Leikmenn sem hafa verið þekktir fyrir hátt stigaskor hittu varla úr skoti í kvöld og margar sóknir runnu út í sandinn hjá báðum liðum. Það er ljóst að bæði lið geta slípað sig aðeins betur saman, þá helst sóknarlega. Hvað næst? Skallagrímur tekur á móti Keflavík eftir viku, en bæði lið unnu sína leiki í þessari fyrstu umferð. Þar verður vonandi hörkuleikur í boði. Haukar heimsækja Stykkishólm í næstu umferð og munu reyna að sækja sín fyrstu stig gegn liði Snæfells, sem fékk ansi góða útreið í kvöld gegn Fjölni. Bæði lið þar vilja stimpla sig inn með sigri. Baráttan var mikil í kvöld.vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn: Ég tek þess tvö stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Nikita Telesford skilaði fimmtán stigum í kvöld.vísir/vilhelm Bjarni Magnússon: Bara áfram gakk Bjarni Magnússon, stundum kallaði Baddi, var svekktur með ósigurinn en reyndi þó að sjá björtu hliðarnar á leik síns liðs. „Aldrei gaman að tapa, en það er margt jákvætt í þessu,“ sagði hann um niðurstöðu kvöldsins. „Það er miklu meira jákvætt úr þessum leik en neikvætt. Stelpurnar lögðu sig fram, fínn varnarleikur hjá þeim en bæði lið hittu frekar illa,“ sagði Baddi um hrikalega skotnýtingu liðanna. Haukastúlkur gerðu það sem hann og aðstoðarþjálfari hans, Ingvar Guðjónsson, báðu þær um að gera í leiknum. „Við vorum að fá skotin sem að við vildum og varnarstopp sem við vorum að biðja um þannig að það var margt jákvætt úr þessu,“ sagði Baddi um frammistöðu liðsins. Liðið er tiltölulega nýtt með mörgum nýjum leikmönnum og liðið var reiðubúið fyrir leikinn í kvöld, að sögn þjálfarans. „Það var tilhlökkun fyrir þessum leik og þó við höfum tapað í kvöld þá er ekkert bakslag fyrir því. Við erum á réttri leið þannig að nú er bara áfram gakk,“ sagði hann um hugarfar sinna leikmanna. Þó að jákvæðnin sé í fyrirrúmi er ekkert að því að sjá hvað megi betur fara hjá liðinu enda sá Baddi margt sem mátti bæta. „Það vantaði aðeins meira jafnvægi í sókninni, það var of mikið af þristum. Við viljum leitast eftir sniðskotum eða opnum þristum og þar vantaði jafnvægið,“ sagði Baddi um sóknina en gerði sér þó grein fyrir að stærð leikmanna andstæðinganna hafi áhrif. „Skallagrímur eru sterkar inn í teig þannig að það getur verið erfitt fyrir minni bakverði að fá eitthvað,“ sagði hann áður en hann hélt inn í klefa til að taka saman leikinn með sínum leikmönnum. Dominos-deild kvenna Haukar Skallagrímur
Haukar tóku á móti Skallagrím í kvöld í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn var ekki sérstaklega fallegur en Skallagrímur gat kreist út sigur á lokametrunum, 51-54. Skallagrímur hafði nýlokið við að vinna Meistarakeppni kvenna gegn Valskonum seinasta sunnudag og hafði því spilað einn „alvöru“ leik fyrir þennan fyrsta deildarleik liðanna á keppnistímabilinu. Haukar höfðu aftur á móti fengið lengra undirbúningstímabil og því virtist liðsspil þeirra betra í leiknum þó að margar sóknir hafi mátt fara betur. Hvorugt liðanna sýndi sína bestu hlið í leiknum, enda var skotnýtingin arfaslök í fyrri hálfleik hjá þeim báðum. Elja Haukastelpna sýndi sig í fleiri sóknarfráköstum og góðri vörn þó að sóknin var ekki að skila sér sem skyldi. Hæfileikar og reynsla atvinnumanna Skallagríms sýndu sig á köflum í leiknum þó að enginn leikmaður hafi skinið eitthvað sérstaklega skært. Það var þessi eðlilegi haustbragur á báðum liðum eins og við mátti búast eftir langt hlé og erfiða tíma eftir að tímabilinu seinasta var slaufað með jafn skjótum og afgerandi hætti í ljósi heimsfaraldursins. Skallagrímur var rétt svo nægilega gott í kvöld til að vinna Hauka sem að vantaði tvo mikilvæga leikmenn í liðið í kvöld, þær Lovísu Björtu Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Embla Kristínardóttir lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Skallagrím í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímur hitti aðeins betur en Haukar í leiknum og sluppu með skrekkinn. Þær voru góðar að verja teiginn og Haukar sættu sig við mjög mikið af skotum fyrir utan vegna þess. Stærð gulklæddu gestanna hjálpaði líka í sókninni og heimastúlkur áttu oft á tíðum í miklu basli með að hemja framherja Skallagríms. Gestirnir úr Borgarnesi fengu mikið af vítaskotum sem dugði til að þær ynnu að lokum með naumum mun. Bestu leikmenn vallarins Sanja Orazovic var góð fyrir Skallagrím í kvöld með 21 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Hún var sú eina í sínu liði sem hitti úr meira en helmingi skota sinna og setti oftar en einu sinni mikilvægan þrist eða gott stökkskot til að halda forystunni fyrir Skallagrím. Hjá Haukum var nýr erlendur leikmaður þeirra, Alyesha Lovett, mjög góð þrátt fyrir að vera svo gott sem nýlent og komin úr sóttkví samkvæmt þjálfara Hauka. Alyesha skoraði 21 stig í leiknum og tók 15 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli Haukar tóku 25 fleiri skot utan af velli í leiknum en gátu samt ekki tryggt sér sigur. Þær skutu mögulega óhóflega mikið af þriggja stiga skotum í leiknum, en liðið afrekaði það að skjóta fleiri þrista í leiknum en tveggja stiga skot. Þær hittu þó ekki nema 15% fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er agalega slakt. Skallagrímur nýtti aðeins 31% skota sinna utan af velli, sem er mjög lélegt. Þær hittu samt betur en Haukar sem hittu aðeins úr 25% skota sinna. Hvað gekk illa? Skotnýtingin var, eins og áður kom fram, hörmuleg en bæði lið virtust líka vera dálítið ryðguð. Leikmenn sem hafa verið þekktir fyrir hátt stigaskor hittu varla úr skoti í kvöld og margar sóknir runnu út í sandinn hjá báðum liðum. Það er ljóst að bæði lið geta slípað sig aðeins betur saman, þá helst sóknarlega. Hvað næst? Skallagrímur tekur á móti Keflavík eftir viku, en bæði lið unnu sína leiki í þessari fyrstu umferð. Þar verður vonandi hörkuleikur í boði. Haukar heimsækja Stykkishólm í næstu umferð og munu reyna að sækja sín fyrstu stig gegn liði Snæfells, sem fékk ansi góða útreið í kvöld gegn Fjölni. Bæði lið þar vilja stimpla sig inn með sigri. Baráttan var mikil í kvöld.vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn: Ég tek þess tvö stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Nikita Telesford skilaði fimmtán stigum í kvöld.vísir/vilhelm Bjarni Magnússon: Bara áfram gakk Bjarni Magnússon, stundum kallaði Baddi, var svekktur með ósigurinn en reyndi þó að sjá björtu hliðarnar á leik síns liðs. „Aldrei gaman að tapa, en það er margt jákvætt í þessu,“ sagði hann um niðurstöðu kvöldsins. „Það er miklu meira jákvætt úr þessum leik en neikvætt. Stelpurnar lögðu sig fram, fínn varnarleikur hjá þeim en bæði lið hittu frekar illa,“ sagði Baddi um hrikalega skotnýtingu liðanna. Haukastúlkur gerðu það sem hann og aðstoðarþjálfari hans, Ingvar Guðjónsson, báðu þær um að gera í leiknum. „Við vorum að fá skotin sem að við vildum og varnarstopp sem við vorum að biðja um þannig að það var margt jákvætt úr þessu,“ sagði Baddi um frammistöðu liðsins. Liðið er tiltölulega nýtt með mörgum nýjum leikmönnum og liðið var reiðubúið fyrir leikinn í kvöld, að sögn þjálfarans. „Það var tilhlökkun fyrir þessum leik og þó við höfum tapað í kvöld þá er ekkert bakslag fyrir því. Við erum á réttri leið þannig að nú er bara áfram gakk,“ sagði hann um hugarfar sinna leikmanna. Þó að jákvæðnin sé í fyrirrúmi er ekkert að því að sjá hvað megi betur fara hjá liðinu enda sá Baddi margt sem mátti bæta. „Það vantaði aðeins meira jafnvægi í sókninni, það var of mikið af þristum. Við viljum leitast eftir sniðskotum eða opnum þristum og þar vantaði jafnvægið,“ sagði Baddi um sóknina en gerði sér þó grein fyrir að stærð leikmanna andstæðinganna hafi áhrif. „Skallagrímur eru sterkar inn í teig þannig að það getur verið erfitt fyrir minni bakverði að fá eitthvað,“ sagði hann áður en hann hélt inn í klefa til að taka saman leikinn með sínum leikmönnum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum