Sara fær góða HM-kveðju á stórafmælinu Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjamet Íslands í leiknum við Svíþjóð á dögunum. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa. Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa.
Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16