Þetta er ekki væll – heldur beiðni um að ríkið framfylgi lögum Fríða Stefánsdóttir skrifar 2. október 2020 09:01 Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Suðurnesjabær Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun