Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 12:33 Fylkiskonur mæta KR í kvöld í Reykjavíkurslag, þvert á tillögu sóttvarnalæknis. vísir/Bára Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss á höfuðborgarsvæðinu líkt og annars staðar. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í morgun eru sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu hertar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerðinni eru hins vegar íþróttir utandyra heimilaðar, með allt að 20 áhorfendum í hverju rými. Þess vegna verður spilaður fótbolti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, meðal annars Reykjavíkurslagur Fylkis og KR í Pepsi Max-deild kvenna. „Ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar“ Hanna Katrín segir, í umræðum um störf þingsins í morgun, að reglurnar séu greinilega settar til að leyfa fótbolta en ekki aðrar íþróttagreinar: „Munurinn er sagður vera sá að fótbolti sé stundaðar utan dyra og aðrar íþróttagreinar innan dyra, samt er sundið bannað og þannig mætti lengi telja. Þetta er ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar sem fyrst og fremst þarf á samstöðu að halda til að komast í gegnum þetta. Ég verð að segja að ég bíð spennt eftir því hvernig heilbrigðisráðuneytið mun bregðast við tillögum frá íþróttahreyfingum sem alla jafna hafa sinnt sinni íþrótt innan dyra en eru nú að bjóðast til að vera utan dyra,“ segir Hanna Katrín, sem sjálf er fyrrverandi handboltakona. Hanna Katrín Friðriksson fylgist vel með í íþróttaheiminum enda sjálf fyrrverandi íþróttafréttamaður.vísir/vilhelm „Það verður að vera eitthvert „system i galskabet“ í stað handahófskenndra ákvarðana þegar þær varða jafnframt mikla hagsmuni jafnmargra. Við verðum að treysta því að heilbrigðisyfirvöld hafi einhverja reglu á hlutunum en hlaupi ekki bara á eftir þeim sem kalla hæst hverju sinni.“ Segir valda tortryggni að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið bíða frekari skýringa frá stjórnvöldum um hvað megi og hvað megi ekki, varðandi æfingar liða. Vonast er til að þær berist síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, tekur undir með Hönnu Katrínu en gagnrýnir að reglurnar skuli ekki gilda um allt landið. Nú geti til að mynda íþróttamaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu æft með liði í Keflavík eða Borgarnesi. Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um allt land.vísir/vilhelm „Óreiða í upplýsingum er algjört lykilmein þegar kemur að samstöðu þjóðarinnar og samstaðan skiptir öllu máli. Það að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði, eða eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson sagði áðan, ólíkar íþróttagreinar, veldur tortryggni gagnvart þeim ráðstöfunum og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til,“ segir Helga Vala og bætir við: Láti skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer „Um helgina bárust fregnir um að líkamsræktarstöðvum um allt land yrði lokað vegna faraldursins og risu þá líkamsræktarfrömuðir á Akureyri upp og sögðu: En hér er ekkert smit. Er ekki hægt að loka stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu? Nei, segir þríeykið, af því að við viljum reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smits um allt land. Það dugar lítt að loka bara hér og fá svo smitið aftur í fangið. Íþróttafélögin í dag eru einnig hugsi yfir þeim skilaboðum sem borist hafa því að nú má ekki leika innanhússíþróttir á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem stunda sömu íþróttagreinar í Keflavík, í Borgarnesi, Njarðvík, Grindavík. mega stunda áfram sínar íþróttir, algerlega óháð því hvar íþróttafólkið býr sem spilar með umræddum félögum. Þetta fær mig til að verða aðeins hugsi um það hvort við séum aftur að lenda í upplýsingaóreiðu eða regluóreiðu og ég held að stjórnvöld verði að grípa þarna inn í og láta skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Fótbolti Handbolti Körfubolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss á höfuðborgarsvæðinu líkt og annars staðar. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í morgun eru sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu hertar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerðinni eru hins vegar íþróttir utandyra heimilaðar, með allt að 20 áhorfendum í hverju rými. Þess vegna verður spilaður fótbolti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, meðal annars Reykjavíkurslagur Fylkis og KR í Pepsi Max-deild kvenna. „Ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar“ Hanna Katrín segir, í umræðum um störf þingsins í morgun, að reglurnar séu greinilega settar til að leyfa fótbolta en ekki aðrar íþróttagreinar: „Munurinn er sagður vera sá að fótbolti sé stundaðar utan dyra og aðrar íþróttagreinar innan dyra, samt er sundið bannað og þannig mætti lengi telja. Þetta er ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar sem fyrst og fremst þarf á samstöðu að halda til að komast í gegnum þetta. Ég verð að segja að ég bíð spennt eftir því hvernig heilbrigðisráðuneytið mun bregðast við tillögum frá íþróttahreyfingum sem alla jafna hafa sinnt sinni íþrótt innan dyra en eru nú að bjóðast til að vera utan dyra,“ segir Hanna Katrín, sem sjálf er fyrrverandi handboltakona. Hanna Katrín Friðriksson fylgist vel með í íþróttaheiminum enda sjálf fyrrverandi íþróttafréttamaður.vísir/vilhelm „Það verður að vera eitthvert „system i galskabet“ í stað handahófskenndra ákvarðana þegar þær varða jafnframt mikla hagsmuni jafnmargra. Við verðum að treysta því að heilbrigðisyfirvöld hafi einhverja reglu á hlutunum en hlaupi ekki bara á eftir þeim sem kalla hæst hverju sinni.“ Segir valda tortryggni að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið bíða frekari skýringa frá stjórnvöldum um hvað megi og hvað megi ekki, varðandi æfingar liða. Vonast er til að þær berist síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, tekur undir með Hönnu Katrínu en gagnrýnir að reglurnar skuli ekki gilda um allt landið. Nú geti til að mynda íþróttamaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu æft með liði í Keflavík eða Borgarnesi. Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um allt land.vísir/vilhelm „Óreiða í upplýsingum er algjört lykilmein þegar kemur að samstöðu þjóðarinnar og samstaðan skiptir öllu máli. Það að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði, eða eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson sagði áðan, ólíkar íþróttagreinar, veldur tortryggni gagnvart þeim ráðstöfunum og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til,“ segir Helga Vala og bætir við: Láti skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer „Um helgina bárust fregnir um að líkamsræktarstöðvum um allt land yrði lokað vegna faraldursins og risu þá líkamsræktarfrömuðir á Akureyri upp og sögðu: En hér er ekkert smit. Er ekki hægt að loka stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu? Nei, segir þríeykið, af því að við viljum reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smits um allt land. Það dugar lítt að loka bara hér og fá svo smitið aftur í fangið. Íþróttafélögin í dag eru einnig hugsi yfir þeim skilaboðum sem borist hafa því að nú má ekki leika innanhússíþróttir á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem stunda sömu íþróttagreinar í Keflavík, í Borgarnesi, Njarðvík, Grindavík. mega stunda áfram sínar íþróttir, algerlega óháð því hvar íþróttafólkið býr sem spilar með umræddum félögum. Þetta fær mig til að verða aðeins hugsi um það hvort við séum aftur að lenda í upplýsingaóreiðu eða regluóreiðu og ég held að stjórnvöld verði að grípa þarna inn í og láta skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Fótbolti Handbolti Körfubolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27
Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn