Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2020 21:08 Aron Einar var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35