10 aðgerðir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. október 2020 13:02 Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun