Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:21 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Sjá meira
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Sjá meira
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50