Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:00 Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira