UNICEF #fyriröllbörn? Björgvin Herjólfsson, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 14. október 2020 09:01 Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar