37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. október 2020 11:00 Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun