Arðvæðing grunnstoða er lífshættuleg Drífa Snædal skrifar 16. október 2020 13:40 Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar