Að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 18. október 2020 09:01 Sem kona og tilfinningavera hef ég oft verið sökuð um að láta tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur. Í ofanálag er ég með ADHD og upplifi þar af leiðandi oft ýktari tilfinningasveiflur en þau ykkar sem ekki hafa þetta dásamlega tilbrigði. Sem femínisti hef ég löngum haft mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar metur tilfinningar lítils og hversu oft reynt er að koma inn skömm hjá fólki fyrir að sýna tilfinningar. Það er nánast eins og það sé ekki tilviljun hverjir megi hafa tilfinningar og hvernig. Þegar ég arkaði inn í lagadeild háskóla Íslands í kringum aldamótin hafði ég háleit markmið um verða mannréttindalögmaður. Það kom mér á óvart hversu mikið kennslan þar miðaði að því að draga úr eldhugum eins og mér og nánast gera lítið úr þeim. Svo mikið að ég hætti námi eftir almennuna og söðlaði um í kennaranámi í eina önn og svo þroskaþjálfanámi sem ég kláraði. Þegar ég fór að vinna með fötluðu fólki var ég agndofa yfir því hversu litla mannréttindavernd þessi hópur nýtur í samfélaginu. Oft erum að ræða einstaklinga sem vita ekki sjálfir að þeir eigi réttindi og starfsfólk sem er ekkert sérstaklega upplýst um það heldur og þá eru mannréttindi þeirra einhvern veginn ekki til í þeim raunveruleika. Þvingun, nauðung, brot á friðhelgi einkalífs og önnur mannréttindabrot voru daglegt brauð. Það var þá sem ég fann drifkraftinn til að fara aftur og klára lögfræðina. Þegar ég talaði við deildarforseta um að mig langaði að skrifa BA-ritgerðina mína um réttindi fatlaðs fólks fékk ég viðbrögðin: „Helga, þú veist að fatlað fólk á ekkert rétt á öllu, og lögmenn sem koma fram í fjölmiðlum og halda slíku fram, þeir eru bara ótrúverðugir.“ Áherslan á pósitívisma var ríkjandi í náminu og talað var um fyrirsjáanleika sem grunngildi réttarríkisins. Ábendingum mínum um að það væru líka til lagakenningar sem fjölluðu um réttlæti og sanngirni sem grunngildi réttarríkisins féllu ekki í kramið. Sem lögfræðingar eigum við nú ekki að stjórnast af tilfinningum eins og réttlæti. Þessu hef ég átt mjög erfitt með að kyngja. Réttlæti er vissulega tilfinning en sú tilfinning á svo sannarlega rétt á sér. Reyndar trúi ég því að allar tilfinningar eigi rétt á sér og það skipti mjög miklu máli að umfaðma þær og lesa skilaboðin sem þær bera okkur. Reiði er til dæmis gagnleg ábending um að einhver hafi farið yfir mörk eða gert eitthvað ósanngjarnt og ég þurfi að bregðast við. Svo er það óttinn, sem stundum tekur öll völd og kemur í veg fyrir að ég tjái mig eða framkvæmi í samræmi við gildin mín og þá líður mér illa. Ég reyni að kenna börnunum mínum mikilvægi hugrekkis, en eins og við skilgreinum hugrekki þá er það ekki að vera óttalaus, heldur gera það sem þarf að gera án þess að láta óttann stjórna okkur. Ein dýrmætasta tilfinningin sem ég á er samkenndin, hæfileikinn til að geta sett mig í spor annarra og fundið til með öðrum. Það er tilfinningin sem hvetur mig til að vinna stöðugt að jafnrétti og berjast gegn mismunun hvar sem hún birtist. Tilfinningarnar hafa ólík áhrif og toga okkur í mismunandi áttir. Ástin og kærleikurinn eru umvefjandi tilfinningar vaxtar og samvinnu grundvallaðar í dýpri sannleik um raunverulega einingu allra hluta. Þetta eru þær tilfinningar sem knýja okkur áfram til að hugsa út fyrir okkur sjálf. Finna til samkenndar með náunganum, umhyggju fyrir dýrum og náttúrunni. Óttinn er tilfinning, sem hefur þveröfug áhrif. Óttinn dregur athyglina saman svo við hugsum einungis um okkur sjálf og eigin lífsafkomu. Þetta er tilfinningin sem knýr áfram græðgi, samkeppni og yfirráð. Því miður er það oft óttinn við að við séum ekki nóg og það sé ekki til nóg handa öllum sem drífur áfram nútíma samfélag. Samfélag sem heldur úti stöðugum kröfum um að gera meira og hlaupa hraðar því við kunnum ekki annað en að mæla virði í skilvirkni, gróða og hagnaði. Fórnarkostnaður þess að lifa í ótta er gífurlegur, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Af öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja er ljóst að breytinga er þörf ef mannkynið ætlar að lifa af sem tegund. Samt virðist eins og það sé ómögulegt að skipta um gír. Valdhöfum gengur illa að setja sér mörk og tempra vald sitt og auðurinn þjappast sífellt á færri hendur. Það þarf að innleiða önnur gildi sem standa vörð um náttúruna, mannréttindi og möguleika komandi kynslóða til lífs. Allt eru þetta þau gildi sem nýja stjórnarskráin grundvallast á og þess vegna er krafan um nýju stjórnarskránna miklu stærri en krafan um grunnlögin í landinu. Hún er krafan um að við endurskoðum þau gildi sem við leggjum til grundvallar. Ætlum við að stjórnast af kærleika, samkennd og virðingu fyrir hvert öðru og náttúrunni? Trúum við því að hér sé til nóg til að mæta þörfum allra? Eða ætlum við að verða óttanum að bráð og leyfa þeim sem mest hafa völdin að halda áfram að tryggja sig og sína á kostnað heildarinnar og framtíðarinnar? Nú þegar hafa rúmlega 39.000 kjósenda skrifað undir kröfuna um lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar með staðfestum hætti. Enn eru rétt tæpir tveir dagar eftir af undirskriftarsöfnuninni! Hvaða gildi ætlum við að leggja til grundvallar? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sem kona og tilfinningavera hef ég oft verið sökuð um að láta tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur. Í ofanálag er ég með ADHD og upplifi þar af leiðandi oft ýktari tilfinningasveiflur en þau ykkar sem ekki hafa þetta dásamlega tilbrigði. Sem femínisti hef ég löngum haft mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar metur tilfinningar lítils og hversu oft reynt er að koma inn skömm hjá fólki fyrir að sýna tilfinningar. Það er nánast eins og það sé ekki tilviljun hverjir megi hafa tilfinningar og hvernig. Þegar ég arkaði inn í lagadeild háskóla Íslands í kringum aldamótin hafði ég háleit markmið um verða mannréttindalögmaður. Það kom mér á óvart hversu mikið kennslan þar miðaði að því að draga úr eldhugum eins og mér og nánast gera lítið úr þeim. Svo mikið að ég hætti námi eftir almennuna og söðlaði um í kennaranámi í eina önn og svo þroskaþjálfanámi sem ég kláraði. Þegar ég fór að vinna með fötluðu fólki var ég agndofa yfir því hversu litla mannréttindavernd þessi hópur nýtur í samfélaginu. Oft erum að ræða einstaklinga sem vita ekki sjálfir að þeir eigi réttindi og starfsfólk sem er ekkert sérstaklega upplýst um það heldur og þá eru mannréttindi þeirra einhvern veginn ekki til í þeim raunveruleika. Þvingun, nauðung, brot á friðhelgi einkalífs og önnur mannréttindabrot voru daglegt brauð. Það var þá sem ég fann drifkraftinn til að fara aftur og klára lögfræðina. Þegar ég talaði við deildarforseta um að mig langaði að skrifa BA-ritgerðina mína um réttindi fatlaðs fólks fékk ég viðbrögðin: „Helga, þú veist að fatlað fólk á ekkert rétt á öllu, og lögmenn sem koma fram í fjölmiðlum og halda slíku fram, þeir eru bara ótrúverðugir.“ Áherslan á pósitívisma var ríkjandi í náminu og talað var um fyrirsjáanleika sem grunngildi réttarríkisins. Ábendingum mínum um að það væru líka til lagakenningar sem fjölluðu um réttlæti og sanngirni sem grunngildi réttarríkisins féllu ekki í kramið. Sem lögfræðingar eigum við nú ekki að stjórnast af tilfinningum eins og réttlæti. Þessu hef ég átt mjög erfitt með að kyngja. Réttlæti er vissulega tilfinning en sú tilfinning á svo sannarlega rétt á sér. Reyndar trúi ég því að allar tilfinningar eigi rétt á sér og það skipti mjög miklu máli að umfaðma þær og lesa skilaboðin sem þær bera okkur. Reiði er til dæmis gagnleg ábending um að einhver hafi farið yfir mörk eða gert eitthvað ósanngjarnt og ég þurfi að bregðast við. Svo er það óttinn, sem stundum tekur öll völd og kemur í veg fyrir að ég tjái mig eða framkvæmi í samræmi við gildin mín og þá líður mér illa. Ég reyni að kenna börnunum mínum mikilvægi hugrekkis, en eins og við skilgreinum hugrekki þá er það ekki að vera óttalaus, heldur gera það sem þarf að gera án þess að láta óttann stjórna okkur. Ein dýrmætasta tilfinningin sem ég á er samkenndin, hæfileikinn til að geta sett mig í spor annarra og fundið til með öðrum. Það er tilfinningin sem hvetur mig til að vinna stöðugt að jafnrétti og berjast gegn mismunun hvar sem hún birtist. Tilfinningarnar hafa ólík áhrif og toga okkur í mismunandi áttir. Ástin og kærleikurinn eru umvefjandi tilfinningar vaxtar og samvinnu grundvallaðar í dýpri sannleik um raunverulega einingu allra hluta. Þetta eru þær tilfinningar sem knýja okkur áfram til að hugsa út fyrir okkur sjálf. Finna til samkenndar með náunganum, umhyggju fyrir dýrum og náttúrunni. Óttinn er tilfinning, sem hefur þveröfug áhrif. Óttinn dregur athyglina saman svo við hugsum einungis um okkur sjálf og eigin lífsafkomu. Þetta er tilfinningin sem knýr áfram græðgi, samkeppni og yfirráð. Því miður er það oft óttinn við að við séum ekki nóg og það sé ekki til nóg handa öllum sem drífur áfram nútíma samfélag. Samfélag sem heldur úti stöðugum kröfum um að gera meira og hlaupa hraðar því við kunnum ekki annað en að mæla virði í skilvirkni, gróða og hagnaði. Fórnarkostnaður þess að lifa í ótta er gífurlegur, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Af öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja er ljóst að breytinga er þörf ef mannkynið ætlar að lifa af sem tegund. Samt virðist eins og það sé ómögulegt að skipta um gír. Valdhöfum gengur illa að setja sér mörk og tempra vald sitt og auðurinn þjappast sífellt á færri hendur. Það þarf að innleiða önnur gildi sem standa vörð um náttúruna, mannréttindi og möguleika komandi kynslóða til lífs. Allt eru þetta þau gildi sem nýja stjórnarskráin grundvallast á og þess vegna er krafan um nýju stjórnarskránna miklu stærri en krafan um grunnlögin í landinu. Hún er krafan um að við endurskoðum þau gildi sem við leggjum til grundvallar. Ætlum við að stjórnast af kærleika, samkennd og virðingu fyrir hvert öðru og náttúrunni? Trúum við því að hér sé til nóg til að mæta þörfum allra? Eða ætlum við að verða óttanum að bráð og leyfa þeim sem mest hafa völdin að halda áfram að tryggja sig og sína á kostnað heildarinnar og framtíðarinnar? Nú þegar hafa rúmlega 39.000 kjósenda skrifað undir kröfuna um lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar með staðfestum hætti. Enn eru rétt tæpir tveir dagar eftir af undirskriftarsöfnuninni! Hvaða gildi ætlum við að leggja til grundvallar? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun