Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa Ólafur Ísleifsson skrifar 18. október 2020 15:00 Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skattar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun