Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa Ólafur Ísleifsson skrifar 18. október 2020 15:00 Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skattar Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun