Braggamál í Borgarbyggð Davíð Sigurðsson skrifar 20. október 2020 10:31 Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun