Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 08:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira