Margar grímur Félags atvinnurekenda Ingvar Smári Birgisson skrifar 21. október 2020 20:07 Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar