Trump á enn bankareikning í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:21 Kona stendur við útskornar myndir af Xi Jinping, forseta Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseta í Moskvu. Samskipti Kína og Bandaríkin hafa farið versnandi í tíð Trump sem hóf viðskiptastríð gegn stjórnvöldum í Beijing. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar. Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar.
Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17