Milljón krónu spurningin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. október 2020 13:01 Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun