Harma að konur hafi sætt ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 15:00 Frá Hamad-alþjóðaflugvellinum í Doha. Getty/Exithamster/Barcroft Media Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum. Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum.
Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira