Harma að konur hafi sætt ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 15:00 Frá Hamad-alþjóðaflugvellinum í Doha. Getty/Exithamster/Barcroft Media Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum. Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum.
Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira