Mourinho hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 07:01 Mourinho var ekki par sáttur á hliðarlínunni í gær. EPA-EFE/Stephanie Lecocq Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020 Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira