Ellert B. Schram kynntist sjálfur spillingu og mútum í forsetakosningum hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:00 Sepp Blatter heilsar Lennart Johansson á FIFA þingi en til vinstri er bókarkápan á nýrri endurminningarbók Ellert B. Schram. Samsett/Getty/liewig christian Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira